Tónlistarveisla Tónlistarskóla Dalvíkur

Á morgun fimmtudaginn 11. nóv. verður
tónlistarveisla Tónlistarskóla Dalvíkur.

Tónlistarveislan hefst með tónfundi  í Árskógsskóla klukkan 8.30 og klukkan 10.00 verður sama dagskrá í Húsabakkaskóla. Þeir nemendur skólanna sem stunda tónlistarnám munu spila fyrir áheyrendur og á eftir verður boðið uppá kaffiveitingar.

Klukkan 14.00 verður spilað á Dalbæ og síðan verður tónfundiur, hóptími og samspil í tónlistarskólanum frá kl. 15:00 til 17:00 með afmæliskaffi. Deginum lýkur svo hjá okkur með tónleikum í Dalvíkurkirkju sem hefjast klukkan 18.00.

Fjölmennum og hlustum á börnin spila

 

Tónlistarskóli Dalvíkur