Tónlistarskóli Dalvíkur leggur sitt af mörkum til söfnunarinnar - Neyðarhjálp í norðri

Í dag, föstudaginn 14. janúar,  ætla nokkrir nemendur skólans að spila á Glerártorgi og er þetta liður í söfnun til styrktar þeim sem þjást vegna hamfaranna í Asíu. Dagskráin, sem er á vegum Tónlistarskólans á Akureyri, hefst kl. 14:00 og verður til kl. 18:00 en nemendur Tónlistarskólans á Dalvík koma fram milli kl. 16:30 og 17:30. Á laugardaginn verður svo dagskrá á milli 12:00 og 18:00. Þeir sem eiga leið inná Akureyri ættu endilega að koma við á Glerártorgi og hlusta á nemendur tónlistarskólanna.