Tónlistarkennsla í leikskólunum

Tekin hefur verið upp sú nýbreytni hjá Tónlistarskóla Dalvíkubyggðar að bjóða upp á forskólakennslu í elstu bekkjum leikskóla. Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari hefur verið ráðin til að fara vikulega í alla leikskóla í Dalvíkurbyggð, syngja með krökkunum, þjálfa þau í rytma og öðrum undirstöðuþáttum undir frekari tónlistarkennslu. Menningar- og viðurkenningasjóður menningarráðs Dalvíkurbyggðar styrkti þetta verkefni um 250 þúsund kr. sl. vor og verður því haldið áfram fram að áramótum í það minnsta.Öllu máli skiptir fyrir frekara tónlistarnám að þessi grunnur sé kominn og hlúð sé vel að forskólakennslunni.