Tónleikum kennara frestað

Tónleikum kennara Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, sem fyrirhugaðir voru föstudaginn 26. mars, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna lokatónleika Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, sem fram fara í Langholtskirkju 27. mars. Á lokatónleikunum verða tvö tónlistaratriði á efnisskrá frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.