Tónleikar, jólaþorp, föndur og fleira

Nú er aðventan að bresta á með tilheyrandi skemmtunum sem hefjast strax núna um helgina. Hér fyrir neðan má sjá þá dagskrá sem í gangi verður fram á mánudag:

29. nóvember, föstudagur

Bæjarskrifstofan setur upp jólaþorpið og íbúar hvattir til að koma og heimsækja það.

Föndurdagur fjölskyldunnar í Dalvíkurskóla kl. 15:30-18:30. Nemendur og fjölskyldur þeirra geta keypt efni til föndurgerðar í skólanum á vægu verði (frá ca. 100 – 2.000 kr). Hafið með ykkur skæri, límstauk, liti(túss/tré), að jólaskapinu ógleymdu. Mælst er til þess að nemendur komi í fylgd með fullorðnum. Nemendur í 10. bekk verða með kaffisölu í hátíðarsalnum til styrktar ferðsjóði sínum. Kaffihlaðborð kostar kr. 1.000 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir börn á skólaaldri og ókeypis er fyrir börn undir skólaaldri. Á föndurdaginn ganga allir inn um aðalinnganginn.

Berg menningarhús. Opnun sýningarinnar Bernsku minnar jól kl. 15:00. Á sýningunni eru íslenskar jólaplötur úr safni Hafsteins Pálssonar. Kaffi á könnunni. 

30.nóvember, laugardagur

Jólamarkaður á Skeiði í Svarfaðardal kl. 14:00-17:00.

1. desember, sunnudagur

Barnamessa á Dalbæ kl. 11:00.

Helgistund í Dalvíkurkirkju kl. 20:00 áður en kveikt verður á ljósakrossunum í Dalvíkurkirkjugarði og á Upsum.

Jólamarkaður á Skeiði í Svarfaðardal kl. 14:00-17:00.

Salka kvennakór og Karlakór Dalvíkur, ásamt undirleikurum úr Tónlistarskólanum, halda jólatónleika sína í Dalvíkurkirkju kl. 16:00. Stjórnandi er Pál Barna Szabó. Kaffihlaðborð eftir tónleikana.

Stærri-Árskógskirkja, helgistund og kveikt á leiðarlýsingu kl. 18:00.

Kvenfélagið Hvöt heldur jólabingó í Árskógi kl. 14:00.

2.desember, mánudagur

Jólaföndur Árskógarskóla fer fram frá kl. 16:00 -19:00 í félagsheimilinu Árskógi. Efni til föndurgerðar er selt á staðnum auk þess sem seldar eru veitingar. Þetta er fjáröflun fyrir ferðasjóð og þætti okkur vænt um að sjá sem flesta.