Tónar eiga töframál

Tónar eiga töframál
Sköpun.
Þann 21. október 2011 fór 2006 árgangurinn í Kátakoti í Hljóðgreiningargönguferð.
Börnin tóku með sér greinar. 
Gengið var að tjörninni við Ráðhúsið og greinarnar dregnar eftir stéttinni, það var stappað með fótum, læðst og gengið í takt og alltaf hlustað. 
Börnin slógu hring um tjörnina og hentu steinum í vatnið sem var með ísskæni og heyrðu ísinn brotna og gutlið í vatninu. 
Þau slógu greinunum í vatnið og ísinn og hlustuðu á sullhljóðið.
 Hópnum var skipt í tvennt og annar hlutinn söng Krummi svaf í klettagjá og spilaði undir á steina, hinn hópurinn hammaði með laginu og sló með greinunum í vatnið.  
Börnunum var svo skipt í 5 hópa og hver hópur fékk eitt stórt karton og slatta af litum og þau teiknuðu á blöðin öll hljóðin sem þau heyrðu. 
Meðan verið var að teikna heyrðist líka í fugli, vindi í trjánum og bíl.
Að endingu var gengið til baka í leikskólann yfir gras og snjóföl og hlustað á brakið í snjónum og skrjáfið í grasinu og hljóðið sem heyrðist þegar þau drógu greinarnar yfir gras og snjó.
4. nóvember 2011. Tónistarstund.
Unnið úr hljóðunum sem safnað var í gönguferðinni.
Börnin komi í tveimur hópum Blái og hálfur Guli, og Rauður og hálfur Guli.
Við rifjuðum upp gönguferðina og þau völdu hljóð til að vinna með áfram.
Hverjum hóp var svo skipt þannig að tveir og tveir unnu saman. Hvert par fékk eitt hljóð til að teikna og velja sér einhvern máta til að túlka það, annað hvort með líkamshljóðum eða hljóðfærum. Öll pörin völdu að nota hljóðfærin. 
Blái hópur og hálfur Guli hópur  völdu að vinna með Fuglahljóð, Bílahljóð, Vatnshljóð, Vindinn í trjánum, Steinahljóð og Prikahljóð.
Íris Björk og Veigar unnu með Vindinn í trjánumog völdu Skröpur til að túlka hann
Amanda Líf og Markús Máni unnu með Fuglahljóðið og völdu sér Egghristur til að túlka það
Heiðmar og Ronja fengu Vatnshljóðið í sinn hlut og völdu Hristur til að túlka það
Elvar Már og Jón Svavar unnu með Steinahljóðið og völdu Bjöllukransa til að túlka það
Fannar Ingi og Íssól Anna unnu með Bílahljóðið og notuðu Þríhorn til að túlka það hljóð
Máni og Hendrick Rúdolf fengu að spreyta sig á Prikahljóðinu og völdu sér handtrommur til að túlka það og drógu fingurna yfir trommurnar
Gönguferðin var svo rakin og pörin spiluðu sín hljóð á réttum stöðum, stundum eitt í einu, nokkur saman eða öll saman.
Rauði hópur og hálfur Guli hópur valdi að vinna með Vindhljóð, Fuglahljóð, Vatnshljóð með steinum, Steinahljóð, Prikahljóð, Vatnshljóð með prikum.
Arna Dögg og Úlfhildur Embla fengu Fuglahljóðið til að vinna með og völdu sér þríhorn til að túlka það
Konráð Ari og Aron Ingi fengu Prikahljóðið í sinn hlut og völdu sér Hristur/heimatilbúnar til að túlka það.
Adam Breki og Elvar Ferdinand unnu með Vindhljóðið og notuðu trommur og drógu fingurna yfir trommuskinnið til að túlka það hljóð
Magnús Adrian og Alexander Már unnu með Vatnshljóð með greinum, og völdu Bjöllukransa til að túlka það
Dagur Ýmir og Hannes Ingi fengu Vatnshljóðið í sinn hlut og túlkuðu það með Skröpum og Aþena Ugla fékk Vatnshljóð með steinum til að vinna með og túlkaði það með Handtrommu og slegli.
Gönguferðin var svo rakin og pörin spiluðu sín hljóð á réttum stöðum, stundum eitt í einu, nokkur saman eða öll saman.
 Öll börnin voru mjög vinnusöm og jákvæð hvort heldur sem var í að teikna, túlka, velja hljóðgjafa eða fara eftir fyrirmælum. Þetta voru frábærar stundir þar sem reyndi á minni barnanna, samvinnu, hlustun, sköpun og túlkun. 
Börn eru klár og frábær.