Tónar eiga töframál

Sæl öll.
Ég vona að þið hafið átt gott sumarfrí og allir komi ferskir og fullir tilhlökkunar til vinnu.
Nú er að hefjast síðari hluti verkefnisins okkar „Tónar eiga töframál“.
Þessi lota stendur í 15 vikur frá 30.ágúst til 10. desember 2010. Kennslufyrirkomulag verður það sama og áður og kennari verður sem fyrr Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari. Eins og áður er þátttaka barnanna foreldrum að kostnaðarlausu. Hóparnir verða 8 þetta haustið þ.e . 2 hópar á Krílakoti, 1 hópur á Leikbæ og 5 hópar á Kátakoti. Á Krílakoti verður kennt á mánudögum og á Leikbæ og Kátakoti á föstudögum. Á Leikbæ verður kennt kl. 8:30-9:00 og á Kátakoti kl. 9:30-12.00. en á Krílakoti verður kennt kl. 9:00-10:00. Hver leikskóli kynnir foreldrum þátttöku barnanna. Þeir sem vilja geta kynnt sér verkefnið á heimasíðu Krílakots www.dalvik.is/krilakot
Hlakka til að hitta alla.
Bestu kveðjur Þura.