Töf á háhraðatenginum í dreifbýli.

Frestur framlengdur til 4. september.
Samkvæmt fjarskiptaáætlun áttu öll heimili á Íslandi að vera komin með háhraðatenginu fyrir árslok 2007. Verkefnið reyndist viðameira en áætlað var og hefur því dregist. Í útboði Ríkiskaupa, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs, í byrjun þessa árs var gert ráð fyrir að tilboðum í þetta verkefni yrði skilað fyrir lok júlímánaðar. Þessi dagsetning hefur nú breyst og er nú miðað við 4. september. Það mun vera gert til að mæta óskum tilboðsgjafa og til þess þá að tryggja fleiri og væntanlega betur unnin tilboð í verkefnið. Mikillar óþolinmæði gætir víða vegna þess hve það hefur dregist að uppfylla væntingar fólks í dreifbýli um betri nettengingar.
Fjarskiptasjóður var stofnaður með lögum nr. 132/2005. Hlutverk hans er meðal annars að styðja við uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðslegum forsendum. Í sjóðinn voru settar 2.5 milljaðrar króna af söluandvirði Landsíma Íslandshf.