Tilnefningar til kjörs Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2008

Þriðjudaginn 30. desember fer fram kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2008. Athöfnin verður í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju og hefst kl. 17:00. Allir eru velkomnir að fylgjast með lýsingu kjörsins og þiggja kaffiveitingar á eftir.

Tilnefndir eru:

Knattspyrna: Reynir - Dalvík, Jóhann H. Hreiðarsson
Körfuknattleikur: UMFS, Hákon Hafþórsson
Sund: Sundfélagið Rán, Eva Hrönn Arnardóttir
Frjálsar íþróttir: UMF Reynir, Harpa Lind Konráðsdóttir
Hestaíþróttir: Hestamannafélagið Hringur, Agnar Snorri Stefánsson
Golf: Golfklúbburinn Hamar, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson
Skíði: Skíðafélag Dalvíkur, Björgvin Björgvinsson