Tilkynning vegna yfirvofandi vinnustöðvunar félagsmanna innan BSRB

Tilkynning vegna yfirvofandi vinnustöðvunar félagsmanna innan BSRB

Ef samningar nást ekki milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB mun hluti starfsfólks sveitarfélagsins leggja niður störf. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, ráðhúsi, Eigna- og framkvæmdadeild, höfnum og veitum. Ljóst er að verkfallsaðgerðirnar munu hafa áhrif á þjónustu þessara stofnana sveitarfélagsins.

Ef til vinnustöðunar kemur:

Mánudaginn 5.júní hefst ótímabundið verkfall í sundlaug og íþróttamiðstöð Dalvíkur og verður hún lokuð meðan á verkfalli stendur.

Mánudaginn 5.júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023, tímabundið verkfall á leikskólum, ráðhúsi, Eigna- og framkvæmdadeild, höfnum og veitum.

  • Leikskólar, mikil röskun á þjónustu sjá frekari upplýsingar hér.
  • Hafnir Dalvíkurbyggðar, mikil röskun á þjónustu.
  • Ráðhús, engin áhrif á þjónustu.
  • Eigna- og framkvæmdadeild, mikil röskun á þjónustu, ekki hægt að halda úti starfsemi vinnuskóla.
  • Veitur, mikil röskun á þjónustu.