Tilkynning vegna snjómoksturs

Tilkynning vegna snjómoksturs

Til upplýsinga vegna færðar og veðurs. Tekin var ákvörðun seinnipartinn í dag um að moka ekki í sveitarfélaginu fyrr en í fyrramálið þar sem spár gera ráð fyrir að töluvert bæti í snjóinn í nótt.

Stefnt er á að hefja mokstur á öllum vígstöðum í sveitarfélaginu í fyrrmálið en Vegagerðin ætlar sér að taka sveitahringinn í kvöld. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að færa bílana sína svo mokstur geti gengið vandræðalaust.