Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl síðastliðinn samþykkti ráðið tillögu sviðsstjóra sem lýtur að lausn vandamála vegna hreinleika neysluvatns úr Krossafjalli. Sú lausn sem kynnt var gerir ráð fyrir því að settur verði búnaður á stofnæð vatnsveitunnar sem tryggir hreinleika vatnsins  með notkun á útfjólubláu ljósi. Slíkur búnaður er í notkun hjá vatnsveitum á Íslandi og er samþykktur af heilbrigðiseftirlitinu til slíkrar notkunar. Fullt samráð verður haft við landeiganda vegna þeirra framkvæmda sem þarf að fara í en stefnt er að því að ljúka þeim innan nokkurra vikna. Þessi ákvörðun veitu- og hafnaráðs var kynnt í byggðaráði 6. apríl, sem staðfesti ákvörðun ráðsins.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem viðskiptavinir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar hafa orðið fyrir vegna þessa máls.

Vatnsveita Dalvíkurbyggðar, 10. apríl 2017