Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Þann 7. október var tekið sýni úr neysluvatni fyrir íbúa á Árskógsströnd. Þann 10. október kl. 13:33 var niðurstaðan ljós og sýndi að neysluvatnið er mengað.

Í samráði við heilbrigðiseftirlit er því beint til íbúa að sjóða vatn til beinnar neyslu.

Markvisst er verið að vinna að úrbótum og skolað út í stofnæðum og vatnstanka og fylgst með vatnsgæðum. Einn þáttur í þessu að nota klór til hreinsunar og geta íbúar fundi væga klórlykt á meðan á þessum aðgerðum stendur. Gefin verður út ný tilkynning þegar ástandið á lagast.

Vatnsveita Dalvíkurbyggðar