Tilkynning til hunda- og kattaeigenda í Dalvíkurbyggð

Tilkynning til hunda- og kattaeigenda í Dalvíkurbyggð

Hunda- og kattahald er leyfilegt í Dalvíkurbyggð að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum um hunda- og kattahald. Skráningarskylda er á hundum og köttum í þéttbýli og halda starfsmenn sveitarfélagsins utan um skráningu dýranna. Skráning dýra fer fram rafrænt í gegn um íbúagáttina á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð er lausganga hunda almennt bönnuð nema á skilgreindu útivistarsvæði fyrir hunda, innan hundheldra girðinga eða á auðum svæðum fjarri íbúabyggð. Eigendum hunda ber að virða þessar reglur og fara eftir þeim. Eigendum og umráðamönnum hunda er líka ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.

Lausganga katta er heimil í Dalvíkurbyggð en eigendum ber skylda til að koma í veg fyrir að kettir þeirra séu utan dyra að næturlagi. Kattaeigendur þurfa líka að gæta dýra sinna með tilliti til fuglalífs á varptíma, halda köttunum sem mest heima og passa að þeir séu með ól með bjöllu.

Eigendur og umráðamenn hunda og katta skulu gæta þess vel, að dýr þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna.

Ábyrgð á skráningu dýra, umhirðu þeirra og að farið sé eftir samþykktum er ávallt á ábyrgð eigenda.

Samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð er aðgengileg hér:

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=9fd9fa9a-d480-47cc-87ec-ed0ff48fadd6

Samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð er aðgengileg hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=1136d02b-30b4-412e-847d-e501adcc3ab3

Brot gegn samþykktum um hunda- og kattahald er hægt að tilkynna til sveitarfélagsins í s. 460-4920 eða með pósti á helgairis@dalvikurbyggd.is

Ábendingum eða fyrirspurnum má líka koma á framfæri hér: https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/eydublod/abendingar-og-kvartanir-vegna-thjonustu