Tilkynning frá vettvangshópi Dalvíkurbyggðar, Árskógar- og Dalvíkurskóla

Tilkynning frá vettvangshópi Dalvíkurbyggðar, Árskógar- og Dalvíkurskóla

Vettvangshópur Dalvíkurbyggðar fundaði í morgun vegna slæmrar veðurspár morgundagsins og eru viðbragðsaðilar allir klárir en óvissustigi almannavarna fyrir allt landið hefur verið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar. Í gangi er appelsínugul viðvörun, veðurspár gera ráð fyrir að veðurhæð verði mest um og eftir hádegið á föstudag og fram eftir degi. Líklegt er að það verði ekkert ferðaveður á Árskógsströnd, Upsaströnd og í dölunum. Reiknað er með að snjómokstur á áætlun falli niður á morgun vegna veðurs en verði þess í stað á laugardag ef þörf krefur.

Tilkynning um skólahald og skólaakstur hefur verið send út frá bæði Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.

Tekin hefur verið sú ákvörðun í samráði við viðbraðgsaðila að akstur skólabíla falli niður á morgun, en Dalvíkurskóli verður opinn og er það í höndum foreldra að meta hvort nemendur mæta eða ekki. Ef veðrið verður slæmt þegar skóla lýkur eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín. Þá hefur sú ákvörðun verið tekin í samráði við viðbraðgsaðila að Árskógarskóli verður lokaður á morgun. Þó svo að kennarar og börn kæmust í skólann um morguninn er óvíst hvort hægt verði að fá hádegismat og koma öllum öruggum heim.