Tilkynning frá Umhverfisstofnun, tillaga að starfsleyfi Laxóss ehf.

Tilkynning frá Umhverfisstofnun, tillaga að starfsleyfi Laxóss ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Laxós ehf. að Öldugötu 31, Árskógssandi, Dalvíkurbyggð. Um er að ræða landeldi á laxfiskum með hámarkslífmassa allt að 400 tonnum og er það hluti af fyrsta áfanga samkvæmt tilkynntri framkvæmd.

Framkvæmdin fór í matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar sem tók ákvörðun um að hún væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum 31. ágúst 2023. Rekstraraðili tilkynnti svo breytingu á framkvæmdinni til og kom ákvörðun frá Skipulagsstofnun þann 6. nóvember að sú breyting væri ekki heldur háð mati á umhverfisáhrifum.
Að mati Umhverfisstofnunar eru helstu áhrif vegna eldisins losun næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu í viðtakann. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó með þeirri hreinsun sem rekstraraðili hyggst notast við. Hægt er að endurskoða fyrirkomulag fráveitu frá eldinu og gera auknar kröfur í hreinsun bendi mælingar til að hreinsun sé ábótavant samkvæmt mælingum. Þá er einnig hægt að endurskoða fyrirkomulag vöktunar út frá losun og áhrifum á vatnshlotið sem rekstraraðili losar í.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202204-231, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. apríl.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi Laxós ehf. 
Ákvörðun Skipulagsstofununar 
Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna breytingar
Mat á áhrifum á vatnshloti
Vöktunaráætlun