Tilboð opnuð í rekstur á veitinga- og gistiaðstöðu á Húsabakka

Opnuð hafa verið tilboð í rekstur á veitinga- og gistiaðstöðu á Húsabakka sem auglýst var hinn 5. des. sl. Þrjú tilboð bárust, frá EB ehf. sem eru Einar og Björgvin Hjörleifssynir, KAS ehf. þar sem Aðalheiður Kristín Símonardóttir er í forsvari og ,,Húsabakkahópnum" þar sem Kolbrún Reynisdóttir er í forsvari.
Nú verður farið yfir tilboðin, en samkvæmt auglýsingu þurftu tilboð að innihalda viðskiptaáætlun, framtíðarsýn s.s. sýn á hvaða áhrif viðskiptahugmyndin getur haft á atvinnuuppbyggingu og samfélagið.