Tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir í Dalvíkurbyggð

Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir í Dalvíkurbyggð 2014-2016. Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum ásamt snjómokstri og akstri, auk sandburðar eða saltdreifingar á götur, gangstíga og bifreiðastæði í Dalvíkurbyggð.

Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu Dalvík, frá kl. 10:00 þann 18. nóvember 2013 gegn 3.000 kr. gjaldi.

Tilboði skal skila á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Ráðhús Dalvíkurbyggðar, 2. hæð á Dalvík, þann 2. desember 2013 eigi síðar en kl. 13:00 og verða þau opnuð í Múla, fundarsal Ráðhúss á 3. hæð,  kl. 16:00 að viðstöddum bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem mættir verða.

Börkur Þór Ottósson

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs