Tilboð í rekstur á UNGÓ frá 1. maí til 30. september 2018

Tilboð í rekstur á UNGÓ frá 1. maí til 30. september 2018

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum frá áhugasömum rekstraraðilum í rekstur á Ungó á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 2018. Ungó hentar undir fjölbreytta menningarstarfsemi, félagsstarf og salarleigu.

Áhugasamir aðilar skulu senda fyrirspurnir á tilboðstíma er varða tækjabúnað, vettvangsskoðun og annan aðbúnað fyrir lok 8. desember 2017 til Fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is merkt Ungó.

Í tilboðum sem áhugasamir rekstraraðilar skila inn skal taka fram fjárhæð leigugreiðslu fyrir tímabilið 1. maí – 30. september 2018 og eðli þeirrar starfsemi sem leigutaki hyggst bjóða uppá á leigutíma.

Tilboðsfrestur er til og með 15. desember 2017.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.