Til þeirra sem eru með lönd í eigu Dalvíkurbyggðar til afnota

Samkvæmt bókun bæjarráðs á 514. fundi tl. 5b, er umhverfis- og tæknisviði falið að kortleggja land sveitarfélagsins með tilliti til afnota hverskonar. Þess vegna eru allir þeir sem eru með lönd til slægna eða annarra nota í eigu Dalvíkurbyggðar og ekki eru með lóðaleigusamning, vinsamlegast beðnir um að gera grein fyrir þeim hjá umhverfis- og tæknisviði. Tilgangurinn er sá að ná betri yfirsýn yfir nýtingu lands í eigu sveitarfélagsins.


Þorsteinn Björnsson
Bæjartæknifræðingur