Til foreldra og forráðamanna

Eins og allir vita er mikil kertanotkun yfir jól og áramót og gott er fyrir fullorðna, ef þeir kveikja á jólakertum sem eru í skreytingum, að gera sér grein fyrir því hvernig best væri að bregðast við ef kviknaði í því. Helstu viðbrögð eru þessi:
• Kæfa eldinn með nálægu viskastykki, handklæði eða öðru efni, helst blautu.
• Ekki reyna að fjarlægja eldinn heldur slökkva hann á staðnum.
Hringja síðan í slökkvilið eins fljótt og auðið er í neyðarnúmerið 112.

Öruggast er að kveikja ekki á kertum með skrauti í kringum nema þau séu í öruggum kertastjaka.

Eins er gott að huga að því að opnanleg fög séu í lagi til þess að hægt sé að bjarga börnum og fullorðnum þar út um ef eldur kviknar.

Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð