Þriggja karlakóra mót

Þriggja karlakóra mót

Laugardaginn 21. febrúar kl 17:00 verður haldið í Dalvíkurkirkju þriggja karlakóra mót. Þar munu syngja Karlakór Dalvíkur, Karlakór Akureyrar Geysir og Karlakór Eyjafjarðar. Hver kór mun vera með sína dagskrá og svo munu þeir syngja allir saman nokkur lög. Svona kóramót hefur verið haldið árlega á Akureyri en núna í fyrsta sinn hér á Dalvík að því tilefni eru Dalvíkingar og nærsveitarmenn hvattir til að koma og hlýða á góðar karlakórsraddir.

Karlakór Dalvíkur.