Þriðja helgi í aðventu framundan

Á Dalvík ríkir sannkölluð aðventustemning og verður mikið um að vera um helgina, sem er þriðja helgi aðventu.

Laugardaginn 11. desember verður jólamarkaður í Bergi kl. 13:00-17:00 og jólatónleikar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00, einnig í menningarhúsinu Bergi.

Sunnudaginn 12. desember koma jólasveinarnir fram á þaki Húsasmiðjunnar kl. 15:00.
Jólabingó barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS verður haldið í hátíðarsal Dalvíkurskóla kl. 17:00 og 
jólasýning fimleikdeildar UMFS hefst kl. 12:45 í Íþróttamiðstöðinni.  Í menningarhúsinu Bergi.
verður jólamarkaður kl. 13:00-17:00 og jólatónleikar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl.  14:00,  og 16:00.

Og ekki má gleyma verðlaunaafhendingu í jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar, sem fer fram í dag, föstudaginn 10. desember,  kl. 17:00 í menningarhúsinu Bergi.