Þrek og stangastuð í Íþróttamiðstöð

Mánudaginn 18. október hefjast þol og þrektímar hjá Jónu Gunnu og Ásu Fönn fyrir alvöru í ræktinni í Íþróttamiðstöðinni. Jóna Gunna hefur um árabil haldið úti leikfimi og þrektímum, auk þess að kenna í líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Ása Fönn hefur lengi kennt með sama hætti og kennir í líkamsræktarstöðinni Átaki á Akureyri, auk þess að vera íþróttakennari í Grunnskóla Dalvíkur.

Hér að neðan er stundatafla sem verður í gildi frá mánudeginum 18. október til laugardagsins 18. desember. Ef allt gengur eftir verða í boði rúmlega 70 tímar á þessu tímabili, 8 tímar í hverri viku. Til að grundvöllur sé fyrir því að keyra fyrirfram ákveðna tíma (t.d. í hádeginu), þurfa a.m.k. 10 manns að mæta hverju sinni. Ef það tekst ekki  fellur viðkomandi tími á viðkomandi dögum niður.

Mánudagar
Kl. 06:20 – 07:20 Þrektími – Jóna Gunna
Þriðjudagar
Kl. 12:10 – 13:00 Þrektími – Jóna Gunna
Kl. 17:15 – 18:15 Stangastuð – Ása Fönn
Miðvikudagar
Kl. 06:20 – 07:20 Þrektími – Jóna Gunna
Fimmtudagar
Kl. 12:10 – 13:00 Þrektími – Jóna Gunna
Kl. 17:15 – 18:15 Stangastuð – Ása Fönn
Föstudagar
Kl. 06:20 – 07:20 Þrektími – Jóna Gunna
Laugardagar
Kl. 10:10 – 11:10 Stangastuð – Ása Fönn

Stangastuð hjá Ásu Fönn er markviss og fjölbreytt styrktarþjálfun, sem fer þó aðallega fram með lóðum og stöngum. Í þrektímum hjá Jónu Gunnu verða fjölbreyttar þol- , þrek- og styrktaræfingar. Við viljum sérstaklega koma því á framfæri að tímarnir hjá Ásu og Jónu henta bæði körlum og konum! Þær gefa nánari upplýsingar í símum: Ása 898-1665, Jóna 862-0142.

Seld verða kort sem gilda í alla tíma út tímabilið til 18. desember. Ef viðkomandi á þegar tímabilskort í ræktina, greiðir viðkomandi 10.000 kr, ef viðkomandi á ekki kort greiðir hann 15.000 kr. Veittur er afsláttur fyrir fjölskyldumeðlimi með sama lögheimili, fyrsta kort greitt að fullu, önnur kort á 50% afslætti.

Minnt er á að venjuleg kort í ræktina innihalda aðgang að sundlaug, svo er einnig með þessi kort. Tímarnir eru opnir öllum sem hafa leyfi til að stunda ræktina, þ.e. þeim sem eru í 9. bekk grunnskólans og eldri.
Sala korta hefst 13. október í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar.

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN S: 466-3233

Auglýsing