Þorvaldsdalsskokk

Þorvaldsdalsskokk

Met voru slegin í kvenna- og karlaflokki í Þorvaldsdalsskokkinu 3. júlí síðastliðinn.

66°NORÐUR býður uppá skemmtileg en krefjandi hlaup í sumar. Hlaupin eru um malarvegi, gamla vegslóða, kindastíga og ýmsa hóla og hæðir. Upplagt fyrir þá sem vilja njóta náttúru Íslands í góðum félagsskap.

Þorvaldsdalsskokkið er elsta óbyggðahlaup á Íslandi og var nú haldið sautjánda árið í röð, og er annað hlaupið í „Hlauparöð 66°NORÐUR“
Hlaupið sem fór fram 3. júlí er 25 km langt eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði. Þátttakendur voru 44 að þessu sinni. 

Met voru slegin í bæði kvenna- og karlaflokki í Þorvaldsdalsskokkinu. Björn Margeirsson kom fyrstur í mark á tímanum 1:54:33 sem er ríflega 5 mín bæting á gamla metinu. Í kvennaflokki var gamla metið sömuleiðis slegið en þar kom Hólmfríður Vala fyrst í mark á tímanum 2:21:33 og bætti hún metið í kvennaflokki um tæpar 15 mínútur!

Í karlaflokki var Stefán Viðar Sigtryggsson annar á 1:58:52 og þriðji Sigurjón Sigurbjörnsson á 2:03:40.
Í kvennaflokki var Guðbjörg Margrét Björnsdóttir önnur á 2:25:40 og þriðja Sigríður Einarsdóttir á 2:29:45.

Elsti þátttakandinn að þessu sinni var Árni Sigurbergsson en hann er á 78 ára og hljóp dalinn á fjórum og hálfum klukkutíma.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins: https://sites.google.com/a/umse.is/thorvaldsdalur/ og hjá Starra Heiðmarssyni – starri@ni.is sem er framkvæmdastjóri hlaupsins. Einnig á Facebook síðu Hlauparöð 66°Norður