Þorsteinn Jakob - ungskáld Akureyrar 2021

Mynd fengin að láni hjá vikubladid.is. Myndina tók Ragnar Hólm Ragnarsson
Mynd fengin að láni hjá vikubladid.is. Myndina tók Ragnar Hólm Ragnarsson

Laugardaginn 23. október frá var ritlistasmiðja Ungskálda haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Markmiðið með smiðjunni var að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára því að kostnaðarlausu. Ritlistakeppni ungskálda var síðan haldin í framhaldi af smiðjunni en ekki var skylda að sitja smiðjuna til að öðlast þátttökurétt. Úrslitin í keppninni voru síðan kynnt á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær, 9. desember. Alls bárust í keppnina 52 verk frá 29 þátttakendum.

Það var enginn annar en Þorsteinn Jakob Klemenzson (og Margrétar Víkings) sem hreppti fyrsta sætið fyrir verk sitt "Vá hvað ég hata þriðjudaga!"

 
Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með verkið "Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt" og í þriðja sæti var Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið "Mandarínur".

Í dómnefnd sátu að þessu sinni Finnur Friðriksson, dósent við HA, Hólmfríður Andersdóttir, fyrrverandi bókavörður á Amtsbókasafninu, og Þórður Sævar Jónsson, ljóðskáld og þýðandi, sem jafnframt var formaður dómnefndar.


Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu

Við sendum Þorsteini innilegar hamingjuóskir með árangurinn.