Þjóðlendukrafa í Dalvíkurbyggð

Á síðasta fundi bæjarráðs þann 29. maí var tekið fyrir erindi frá óbyggðanefnd þar sem tilkynnt er að fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenskra ríkisins, hefur nú afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (nyrðri hluta) (svæði 7 norður hjá óbyggðanefnd), sbr. 10. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Í stuttu máli er kröfugerðinni lýst þannig af hálfi lögmanns fjármálaráðherra hvað varðar Dalvíkurbyggð:

Í Dalvíkurbyggð nær þjóðlendukrafa til Almennings á Skíðadal/Sveinsstaðaafréttar, Hnjótaafréttar og Múlaafréttar.

Þess er vinsamlegast farið á leit að kröfulýsingargögnin verði aðgengileg þeim íbúum sveitarfélagsins sem eftir þeim kunna að spyrja. Í bréfinu er kynnt ferlið frá því að kröfum er lýst og þar til úrskurður er kveðinn upp. Með vísan í Lögbirtingablaðið frá 22. maí 2009 þá er skorað á þá er telja til eignarréttinda á því landsvæði sem fellur innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðarnefnd innan þriggja mánaða, nánar tiltekið í síðasta lagi mánudaginn 25. ágúst 2009. Sjá nánar á www.obyggdanefnd.is

Hægt er að skoða ofangreind kröfulýsingargögn í þjónustuveri á bæjarskrifstofu og eru þeir sem áhuga hafa hvattir til að kynna sér þau.