Þjóðhátíðarsjóður styrkir Friðland fuglanna

1. des sl. var í síðasta sinn veittur styrkur úr Þjóðhátíðarsjóði en hann var stofnsettur árið 1974 og er tilgangur hans „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf“

Athöfnin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu en alls fengu um 60 aðilar styrk úr sjóðnum en hátt á fjórða hundrað sóttu um. Náttúrusetrið á Húsabakka hlaut styrk upp á kr 400 þúsund til að setja á fót sýninguna „Friðland fuglanna“ á Húsabakka.