Þátttaka UMSE á Unglingalandsmóti UMFÍ

UMSE fór fylktu liði á unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór í Borgarnesi um verslunnarmannahelgina. Keppendur UMSE voru samtals 57 og með fylgdarfólki voru u.þ.b. 150-200 manns frá sambandinu á mótinu. Keppendur UMSE voru í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, glímu, golfi, sundi og skák. Margir tók þátt í fleiri en einni grein og því var nokkuð um hlaup milli keppnissvæða.
UMSE bauð öllu liðinu til grillveislu á mótinu og er áætlað að um 140 hafi verðið með í veislunni.
UMSE vill þakka UMFÍ og UMSB fyrir frábært mót. Einnig vill sambandið færa keppendum, aðstandendum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við þátttöku UMSE í mótinu.

Eftirtaldir voru á meðal keppenda á mótinu:

Agnesa Kryeziu
Álfgrímur Gunnar Guðmundsson
Arlinda Fejzulahi
Arnór Snær Guðmundsson
Ásdís Dögg Guðmundsdóttir
Baldur Smári Sævarsson
Bertha Þórbjörg Steingrímsdóttir
Birta Dís Jónsdóttir
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Elín Brá Friðriksdóttir
Elvar Óli Marinósson
Embla Halldórsdóttir
Erla Marý Sigurpálsdóttir
Erla Vilhjálmsdóttir
Eva Hrönn Arnardóttir
Fanney Edda Felixdóttir
Friðrik Hreinn Sigurðsson
Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir
Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir
Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir
Guðmundur Smári Daníelsson
Hafsteinn Máni Guðmundsson
Harpa Lind Konráðsdóttir
Heiðar Örn Guðmundsson
Hera Margrét Guðmundsdóttir
Hugrún Lind Bjarnadóttir
Hulda Vilhjálmsdóttir
Júlía Ósk Júlíusdóttir
Júlía Ýr Þorvaldsdóttir
Júlíana Björk Gunnarsdóttir
Kara Gautadóttir
Karen Perla Konráðsdóttir
Karl Vernharð Þorleifsson
Katrín Eva Guðmundsdóttir
Kristján Þorvaldsson
Leó Pétur Magnússon
Lilja Gestsdóttir
Lotta Karen Helgadóttir
Máni Bulakorn
Marín Líf Gautadóttir
Mekkín Daníelsdóttir
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir
Nökkvi Þeyr Þórisson
Ólöf María Einarsdóttir
Ólöf Maríanna Salvarsdóttir
Ólöf Rún Júlíusdóttir
Rakel Ósk Jóhannsdóttir
Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir
Stefanía Aradóttir
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir
Sveinborg Katla Daníelsdóttir
Tinna Karen Arnardóttir
Trausti Ómar Arnarson
Vaka Arnþórsdóttir
Þóra Björk Stefánsdóttir
Þorri Mar Þórisson
Þorsteinn Ægir Óttarsson


Frjálsar íþróttir:
Keppendur í frjálsum íþróttum voru 40 talsins. Þar var nokkuð um verðlaun og heilt yfir má segja að hópurinn hafi staðið sig með eindæmum vel. Verðlaunin voru 6 gull, 6 silfur og 10 brons.

Knattspyrna:
Í Knattspyrnu voru skráðir 24. Þar vorum við með 3 lið sem fengu liðsstyrk frá öðrum félögum á mótinu, en það skemmtilega fyrirkomulag er á keppninni að keppendur geta skráð sig sem einstaklinga og bætast inn í lið ef vilji er fyrir hendi. UMSE var með þrjá keppendur sem skráðu sig þannig í mótið.

Golf:
Í golfi voru 6 keppendur frá UMSE. Þau stóðu sig með prýði og þar unnust tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun.

Glíma:
Í glímu voru keppendur okkar 9 talsins og þar var unnið til tveggja silfurverðlauna og 2 bronsverðlauna.

Sund:
Í sundi voru 10 keppendur skráðir frá UMSE. Þar urðu verðlaunin eftirfarandi:

Skák:
Í skák tóku tvær stúlkur þátt. Þær stóðu sig vel í harðri keppni, þó ekki hafi þær unnið til verðlauna.



Eftirtaldir hlut verðlaun á Unglingalandsmótinu:

Agnesa Kriziu fékk brons í 4x100m boðhlaupi.

Arlinda Fejzulahi sigraði í spjótkasti 14 ára stúlkna og varð 4. sæti í kringlukasti en þar keppti hún upp fyrir sig eða við 15-16 ára stelpur.

Arnór Snær Guðmundsson var í 2. sæti í golfi í flokki 11-13 ára og fékk einnig silfurverðlaun í 4x100m boðhlaupi 11 ára stráka ásamt sveit UMSE.

Ásdís Dögg Guðmundsdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki telpna 14-15 ára.

Baldur Smári Sævarsson fékk silfur í 4x100m boðhlaupi.

Bertha Þ. Steingrímsdóttir fékk silfur í 4x100m boðhlaupi.

Birta Dís Jónsdóttir varð Unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki 11-13 ára stelpna.

Dagbjört Ýr Gísladóttir fékk silfur í 4x100m boðhlaupi.

Elín Brá Friðriksdóttir fékk brons í 4x100m boðhlaupi.

Erla Vilhjálmsdóttir fékk silfur í 4x100m boðhlaupi.

Eva Hrönn Arnardóttir varð í 3. sæti í 50m skriðsundi, 3. sæti í 100m skriðsundi, 3. sæti í 50m bringusundi og 2. sæti í 100m fjórsundi. Hún varð einnig Unglingalandsmótsmeistari í 4x50m skriðsundi og í 2. sæti í 4x50m fjórsundi.

Fanney Edda Felixdóttir fékk brons í 4x100m boðhlaupi.

Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náði silfri í spjótkasti með stór bætingu ( 32,35m) og fékk brons í 4x100m boðhlaupi.

Guðmundur Smári Daníelsson fékk silfur í glímu í flokki 11-12 ára og brons í spjótkasti með kast upp á 33,08m.

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir náði bronsi í hástökki .

Harpa Konráðsdóttir sigraði í spjótkasti 17-18 ára stúlkna og var í blandaðri
sigursveit í 4x100m boðhlaupi.

Júlía Ósk Júlíusdóttir fékk brons í 4x100m hlaupi 14 ára stelpna.

Júlía Ýr Þorvaldsdóttir varð í 3. sæti í 100m bringusundi, 3. sæti í 100m skriðsundi, 3. sæti í 50m flugsundi og 2. sæti í 50m bringusundi. Einnig varð hún í 3. sæti í 4x50m skriðsundi.

Kara Gautadóttir fékk brons í 4x100m hlaupi 14 ára stelpna.

Karl Vernharð Þorleifsson sigraði í spjótkasti 12 ára stráka með kast upp á 34,36m.

Katrín Eva Guðmundsdóttir varð Unglingalandsmótsmeistari í 4x50m skriðsundi og 2. sæti í 4x50m fjórsundi.

Leó Pétur Magnússon náði bronsi í spjótkasti 17-18 ára drengja og bætti sig verulega 44,36m.

Lilja Gestsdóttir varð Unglingalandsmótsmeistari í 4x50m skriðsundi og 2. sæti í 4x50m fjórsundi.

Mekkín Daníelsdóttur fékk brons í hástökki með stökk upp á 1,52m.

Nökkvi Þeyr Þórisson varð 1. í 600m hlaupi 11 ára stráka á tímanum 1;51,84 mín en ULM metið í þessari grein er 1;51,76 mín. Nökkvi vann brons í spjótkasti og silfur í 4x100m boðhlaupi 11 ára stráka ásamt sveit UMSE.

Ólöf María Einarsdóttir varð 2. í golfi í flokki 11-13 ára stelpna.

Ólöf Rún Júlíusdóttir náði silfri í 100m hlaupi og bætti sig nokkuð og hljóp á 13,59 sek Ólöf fékk einnig brons í 4x100m boðhlaupi 14 ára stelpna .

Rakel Ósk Jóhannsdóttir fékk brons í glímu í flokki 11-12 ára stelpna.

Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir náði bronsi í kúluvarpi 13 ára stelpna og kastaði hún 8,30m.

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir sigraði í hástökki 11 ára stelpna og stökk 1,26m, Stefanía fékk einnig brons í 4x100m boðhlaupi.

Sveinborg Katla Daníelsdóttir fékk silfur í flokki 15-16 ára í glímu og keppti einnig í flokki 17-18 ára og fékk brons þar.

Tinna Karen Arnardóttir varð í 2. sæti í 4x50m skriðsundi.

Vaka Arnþórsdóttir varð í 2. sæti í golfi í flokki 16-18 ára stúlkna.

Þóra Stefánsdóttir fékk silfur í kúluvarpi og spjótkasti 12 ára stelpna og silfur í 4x100m boðhlaupi 13 ára stelpna en hún hljóp upp fyrir sig.

Þorri Mar Þórisson varð 3. í hástökki og stórbætti sig og stökk 1,41m og hann fékk silfur í 4x100m boðhlaupi ásamt sveit UMSE.

Þorsteinn Ægir Óttarsson varð 3. í kringlukasti sveina.