TAKK - veggur og hamingjuplan

TAKK - veggur og hamingjuplan

Það er fallegt um að líta í Dalvíkurbyggð þessa dagana og margt gert til að fegra enn frekar. Margt má laga fyrir góða daga eins og stjórn Fiskidagsins mikla komst svo vel að orði.

Á landsvísu hefur verið í gangi svokallað TAKK - verkefni sem er tileinkað Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands og því að í ár séu 40 ár síðan hún var kjörin forseti Íslands. Við viljum eindregið hvetja alla til að taka mynd af sér við vegginn sem er staðsettur á Víkurröst. Tilvalið er síðan að deila myndinni með myllumerkjunum #tilfyrirmyndar eða #takkvigdís.

TAKK - vegginn á Víkurröst gerðu þær Sigríður Björk og Svanbjörg, en verkefnið var partur af verkefnavinnu listahópsins, átakshóps sem Dalvíkurbyggð setti á laggirnar fyrir sumarið. 

Þá gerðu þær einnig regnbogavegg á gamla þvottaplaninu hjá Sæplast - svokallað hamingjuplan.