Teikningasafn sveitarfélagsins aðgengilegt á heimasíðunni

Teikningasafn sveitarfélagsins aðgengilegt á heimasíðunni

Nú hefur stór hluti af teikningasafni sveitarfélagsins verið skannaður og gerður aðgengilegur á heimsíðu sveitarfélagsins. Teikningarnar sem skannaðar hafa verið eru alls 3.300 talsins og er sú elsta frá árinu 1930. Það er teikning af húsinu Ásbyrgi á Dalvík. Teikningarnar eru af byggingum úr öllu sveitarfélaginu en enn á eftir að skanna inn einhvern fjölda.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða þær teikningar sem búið er að skanna inn geta smellt á tengilinn Kortavefur á forsíðunni eða hérna á http://www.map.is/dalvik. Athugið að haka þarf við - Teikningar af byggingum upp í  hægra horninu til að kalla þær fram.