Takmarkanir á umferð í fólkvangi í Böggvisstaðafjalli

Takmarkanir á umferð í fólkvangi í Böggvisstaðafjalli

Undandarið hefur verið mikið um manninn bæði á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli og á öðrum opnum svæðum í sveitarfélaginu, enda aðstæður með besta móti til að njóta vetrarútivistar.

Að gefnu tilefni er sérstök athygli vakin á þeim takmörkunum sem gerðar eru á umferð um fólkvanginn í Böggvisstaðafjalli. Í fólkvanginum er umferð vélknúinna ökutækja óheimil utan akvega að undanskildum snjótroðara Skíðafélagsins. Snjósleðum er heimilt að komast til fjalla norðan Löngulautar en eiga ekki að fara um skíðasvæðið sjálft.

Hér má sjá kort af svæðinu þar sem leiðir fyrir snjósleða eru merktar.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um fólkvanginn í Böggvisstaðafjalli.