Sviðstjóri fræðslu- og menningarmála kominn til starfa

Nýr sviðstjóri fræðslu- og menningarmála, Hildur Ösp Gylfadóttir, tók til starfa í morgun. Hildur verður með aðsetur í Ráðhúsinu og hlakkar til að takast á við spennandi verkefni sem eru framundan. Hildur Ösp er viðskiptafræðingur að mennt og hefur jafnframt kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.