Sveitaferð að Stóru Hámundarstöðum 21. maí 2012

Sveitaferð að Stóru Hámundarstöðum 21. maí 2012

 

Þann 21. maí sl. fór leikskólinn í sveitaferð til Ellu og Baldvins að Stóru Hámundarstöðum. Í ferðinni litum við inn í fjárhúsin hans Snorra og vorum svo heppin að sjá lítið lamb koma í heiminn. Við lékum þar góða stund en í seinni hluta ferðar bauð foreldrafélag leikskólans okkur í pylsupartý á pallinum hjá Ellu og sáu foreldrar um að útdeila veitingunum. Að endingu var öllum boðið upp á ís sem einnig var í boði foreldrafélagsins og vakti það mikla lukku. Við á Leikbæ þökkum Ellu, Baldvin, Snorra og foreldrum kærlega fyrir þennan skemmtilega dag.

Sveitaferð - myndir