Svarfdælskur mars hafinn

Svarfdælskur mars hafinn

Svarfdælskur mars hófst formlega í dag þegar nemendur úr 10. bekk Dalvíkurskóla lásu úr Svarfdælasögu fyrir gesti og gangandi í Bergi.

Dagskráin heldur svo áfram eins og hér segir:

Föstudagurinn 18. mars

Kl. 20:30 Heimsmeistaramótið í BRÚS. Haldið að Rimum að venju. Keppt um gullkambinn, en fleiri verðlaun í boði.

Laugardagur 19. mars


kl. 14:00 Opnun kvennasýningar í Bergi
á vegum Byggðasafnsins Hvols.


Kl. 16:00 Kristján Jóhannsson tenór með tónleika í Bergi í tónleikaröðinni Klassík í Bergi.


kl. 21:00 Marsinn tekinn að Rimum
. Húsið opnar kl. 21:00 en Inga Magga dansstjóri telur í marsinn um kl. 21:30 og stjórnar síðan þannig að allir geta verið með. Hljómsveit Hafliða sér um tónlistina. Einstakur viðburður sem þið megið ekki missa af.


Sunnudagurinn 20. mars


Kl. 14:00 Málþing um Kristján Eldjárn fyrrverandi forseta.

Dagskrá:


1. Ávarp Forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar
2. Uppáhaldsfrændinn með hlýja brosið. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug og félagsvísindadeildar HA, fjallar um forsetann og fjölskyldumanninn Kristján Eldjárn.
3. Brot úr vísindasögu. Arfleifð dr. Kristjáns Eldjárns fornleifafræðings. Adolf Friðriksson fornleifafræðingur fjallar um fornleifafræðinginn Kristján Eldjárn.
4. Sagan í moldinni. Tillaga Dr. Kristjáns Eldjárn um ritun miðaldasögu Svarfaðardals. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur fjallar um bók sem hann hefur í smíðum.

Tónlist í flutningi nemenda Tónlistarskóla Dalvíkur


Byggðasafnið Hvoll vekur athygli á Kristjánsstofu í safninu sem verður opið eftir málþingið.

Kl. 17:30 Aðalfundur Sögufélags Svarfdæla. Haldinn í Héraðsskjalasafninu í kjallara Ráðhúss.