Svarfdælskur mars 2014

Hin árlega menningarhátíð, Svardfælskur mars, verður haldin næstkomandi helgi, 21. og 22. mars 2014. Að venju verður Heimsmeistarkeppnin í brús haldin á föstudagskvöldinu og marsinn stiginn að Rimum á laugardagskvöldinu.

Sú nýbreytni verður á þessum marsi að á milli kl. 10:00-13:30 á föstudeginum 21. mars munu nemendur úr 10. bekk Dalvíkurskóla lesa Svarfdælu og sýna myndverk tengd sögunni í Bergi.

Sú hefð hefur skapast að halda málþing á laugardeginum og er henni að sjálfsögðu viðhaldið í ár. Málþingi er haldið í Bergi og hefst kl. 14:00. Þar segir Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Teiknibókinni en hún fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana árið 2013. Þá er komið að  lið sem heitir Sögufélag Svarfdælinga. Undir þeim lið segir Hjalti Pálsson frá Sögufélagi Skagfirðinga, Árni Daníel Júlíusson fjallar um áhugaverð verkefni fyrir félagið og Laufey Eiríksdóttir fjallar um mögulega samstarf sögufélags og safns. Þá verður Sögufélag Svarfdælinga formlega stofna.

Allir eru velkomnir á viðburði á Svarfdælskum marsi

21. mars föstudagur

Kl. 10:00 – 13:30 Í Bergi

Upplestur úr Svarfdælu.
Nemendur úr 10. bekk Dalvíkurskóla lesa Svarfdælu og sýna myndverk tengd sögunni. Einnig verða tónlistaratriði og fróðleiksmolar sem brjóta upp lesturinn.


Kl. 20.30 Að Rimum

Heimsmeistarkeppni í BRÚS.
Spilað um Gullkambinn. Æfinga- og kennslubúðir í hliðarsal.


22. mars laugardagur

Kl. 14:00 – 16:00 Í Bergi. Málþing

1. Íslenska teiknibókin.
Guðbjörg Kristjánsdóttir segir frá teiknibókinni, en hún fékk íslensku bókmenntaverðlaun fyrir teiknibókina árið 2013. Íslenska teiknibókin er einstæð í hópi íslenskra handrita og er eina handritið af sinni tegund á Norðurlöndum. Það geymir nánast eingöngu myndefni og var notað sem vinnubók og fyrirmyndasafn listamanna á frá þriðja áratug 14. aldar og fram á 17. öld

2. Sögufjelag Svarfdælinga.
Hjalti Pálsson segir frá Sögufélagi Skagfirðinga. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur fjallar um áhugaverð verkefni fyrir félagið og Laufey Eiríkssdóttir forstöðumaður Héraðsskjalasafns Svarfdæla fjallar um mögulegt samstarf sögufélags og safns.

3. Félagið formlega stofnað.


Kl. 21.00 Að Rimum. Marsinn tekinn

Húsið opnar kl. 21.00 og talið í marsinn kl. 22:00 Að venju stjórnar Inga Magga marsinum og hljómsveit Hafliða spilar.