Svarfdælskur mars 2013

Hin árlega menningarhátíð; Svarfdælskur mars verður haldin 21. – 24. mars í Svarfaðardal og á Dalvík.

Dagskrá:

Fimmtudagur 21. mars
Stórmyndin Land og synir sýnd í Bergi kl. 20:00
Bíómynd Ágústs Guðmundssonar frá 1979, að mestu tekin í Svarfaðardal. Upphaf kvikmyndavorsins í íslenskri kvikmyndagerð.

Föstudagur 22. mars
Heimsmeistarakeppni í brús að Rimum kl. 20:30.
Keppt um gullkambinn. Æfinga- og kennslubúðir í hliðarsal. Brús - spilareglur


Laugardagur 23. mars
Svarfdælskar fornsögur í Bergi kl. 14:00
Þórarinn Eldjárn og Eva María Jónsdóttir fjalla um rannsóknir sínar og skrif um Svarfdælasögu og þætti. Þórarinn mun m.a. fjalla um bók sína ,,Hér liggur skáld“.


LOKSINS Á HEIMASLÓÐ!
Hundur í óskilum – SAGA ÞJÓÐAR í Bergi laugardag kl. 16:00
Sýningin sem sló eftirminnilega í gegn!


Laugardagskvöld:
Marsinn tekinn að RIMUM. Húsið opnar kl. 21.00 og talið í marsinn kl. 21.30.
Húsband Hafliða sér um undirleik og Inga Magga stjórnar af röggsemi!


Sunnudagur 24. mars
Sögufjelag Svarfdælinga. Undirbúningsfundur vegna stofnunar Sögufélags Svarfdælinga í litla salnum á Rimum kl. 14. Allt áhugafólk velkomið!