Svarfdælskur mars 2010

Svarfdælskur mars 2010 hefst föstudaginn 26. mars á heimsmeistaramóti í Brús og lýkur sunnudaginn 28. mars með kirkjuferð um Svarfaðardal. Á laugardeginum verður sérstök hátíðardagskrá í Bergi í tilefni af því að 1100 ár eru liðin frá landnámi Þorsteins Svörfuðar og Karls rauða hér í byggð.

Dagskrá

Föstudagur 26. mars:
Kl. 20.30 Heimsmeistarmótið í Brús háð að Rimum í Svarfaðardal.

Laugardagur 27. mars
Kl. 14.00   Svarfdælasaga. Dagskrá í menningarhúsinu Bergi í tilefni af 1100 árum frá landnámi Þorsteins Svörfuðar og Karls rauða.
Sigtryggur Magnason rithöfundur, fræðimaður: Aldrei er þar nú skarð. Sætt og ljótt í Svarfdælasögu
Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur: Ingvildur fögurkinn.
Karlakór Dalvíkur flytur dagskrá í tali og tónum, þar af tvö lög samin sérstaklega af þessu tilefni.
Tónlistin er eftir Guðmund Óla Gunnarsson við texta úr Svarfdælu.

Eftir kaffihlé; Sturlunga.
Atli Rafn Kristinsson: Fundurinn á Grund í Svarfaðardal í september 1255.
Einar Kárason, rithöfundur: Bændur flugust á.

Kl. 21:00  Marsinn tekinn á Rimum. Pörin númeruð kl 21.30. Inga Magga stjórnar og hljómsveit Hafliða spilar.

Sunnudagur 28. mars
Kl. 13:00  Kirkjuferð um Svarfaðardal með fróðleik og tónlist.
Ferðin hefst í Tjarnarkirkju kl. 13. Síðan verður farið að Urðum, og loks í Velli.