Svarfdælskur mars 2009

Héraðshátíðin Svarfdælskur mars var haldin um síðastliðna helgi og hófst hátíðin að venju með á föstudagskvöldi með heimsmeistarakeppninni í brús. Að þessu sinni var spilaður atbrús með tilheyrandi klórningum og látum en alls var spilað á 15 borðum í aðalsal og fimm borðum í æfingarsal. Heimsmeistarar urðu  þeir Jón Arnar Helgason og Jóhannes Tryggvi Jónsson með 96 stig en í öðru sætu urðu þeir Karl Ingi Atlason og Gunnar Guðmundsson, með jafn mörg stig en töpuðu á fleiri klórningum og færri kömbum. Í þriðja sæti urðu þær Margrét Kristinsdóttir og Guðrún Ingvadóttir með 70 stig. 

Laugardagurinn byrjaði síðan með sögugöngu um Dalvík en það var Sveinbjörn Steingrímsson sem leiddi göngugesti hér suður fyrir bæinn og sagði þeim sögur af kotbúskapnum utan Brimnesár og hvernig bæir þar sem urðu Dalvíkurskjálftanum að bráð hefðu verið endurgerðir í Karlsbraut á Dalvík undir sama nafni. Eftir hádegi var síðan dagskrá í Dalvíkurkirkju með kórasöng og upplestri og er óhætt að segja að þetta hafi verið hrífandi stund og skiluðu upplesara efni sínu frábærlega til gestanna. Skugga-Björg var síðan leiklesinn í þriðja sinn í Ungó og um kvöldið var marsinn stiginn á Rimum en alls tóku 30 pör þátt að þessu sinni. 

Dagskránni lauk síðan á sunnudeginum með kirkjuhring í Svarfaðardal, en komið var við í Tjarnarkirkju, Urðarkirkju og Vallarkirkju undir leiðsögn Árna Daníels Júlíussonar sagnfræðings og Írisar Sigurjónsdóttur safnstjóra Byggðasafsins Hvols.