Svarfdælska mótaröðin 2009

Nú fer að styttast í Svarfdælsku mótaröðina 2009, fyrsta umferð verður haldin í Hringsholti fimmtudagskvöldið 5.mars kl 20:00. Keppt verður í Tölti og Fjórgangi opnum flokki og þrígangi í barnaflokki og unglingaflokki.
Skráningu skal vera lokið fyrir þriðjudaginn 3.mars kl 20:00 hjá Bjarna á netfang: bjarna@dalvik.is  eða í síma 862-2242. Skráningargjald er 1000 á grein, frítt fyrir börn og unglinga. Gefa þarf upp nafn á hesti og knapa við skráningu.

Upplýsingar um mótið verður að finna á heimasíðu Hrings www.hringurdalvik.net