Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar vinnur nú að gerð nýs svæðisskipulags fyrir Eyjafjarðarsvæðið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga:
Grýtubakkahrepps
Svalbarðsstrandarhrepps
Eyjafjarðarsveitar
Akureyrarkaupstaðar
Hörgársveitar
Dalvíkurbyggðar
Fjallabyggðar

Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal svæðisskipulagsnefnd sem vinnur að gerð nýs svæðisskipulags „taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum”.

Lýsing þessi ásamt fylgiriti (helstu forsendur) liggur nú fyrir og geta þeir sem áhuga hafa kynnt sér hana á heimasíðu viðkomandi sveitarfélags samanber upptalninguna hér að framan. Einnig verða umrædd gögn fyrirliggjandi í prentuðu formi á skrifstofum þeirra. Þeir sem vilja gera athugasemdir við fyrirliggjandi gögn eða koma ábendingum um efni þeirra á framfæri við samvinnunefndina geta hvenær sem er skilað þeim á skrifstofu síns heimasveitarfélags. Þegar endanleg svæðisskipulagstillaga liggur fyrir mun hún kynnt almenningi með formlegum hætti á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt og auglýst með áberandi hætti í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Lýsing á skipulagsverkefni

Helstu forsendur


Akureyri 5. okt. 2011.
Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.