Sundlaugin opnar á föstudaginn

Ekki verður unnt að opna sundlaugina á morgun eins og til stóð vegna skemmdarverka á flísum í lauginni sjálfri. Öll önnur þjónusta, heitir pottar, gufa og líkamsrækt, verður þó opnuð aftur á morgun á sínum venjulegu opnunartímum. Reiknað er með að hægt verði að opna sundlaugina aftur á föstudagsmorgun.