Sundlaug Dalvíkurbyggðar opnar!

Sundlaug Dalvíkurbyggðar opnar!

Nú er endurbótum á sundlauginni á Dalvík að ljúka og verður hún opnuð á fimmtudaginn n.k. 10.júlí. Opnað verður kl.12.00. Í tilefni opnunarinnar verða grillaðar pyslur og drykkir á milli kl.12 og 13 við íþróttamiðstöðina. Einnig verður kvöldopnun og kósý tónlist, opið til 23.30 (ræktin lokar á venjulegum tíma). Við hvetjum íbúa til þess að nýta tækifærið og skella sér loksins í sund á Dalvík.