Sundlaug Dalvíkur opnar á ný

Helstu viðhaldsverkefni sem farið var í að þessu sinni eru: skipt um flísar á bláa lóni og sundlaugarbakka, þrifin laugarbotn og hann einnig málaður, gróður fjarlægður af hellusvæði umhverfis laug og við andyri. Farið var í frekari þrif í klefum og öðrum húsakynnium, skipt var um sandsíu við annan heita pottinn og ýmislegt annað gert sem komið var á tíma.
Starfsfólk sundlaugar tók síðan upprifjunarnámskeið í skyndihjálp og björgun úr vatni þar sem Oddur Eiríksson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður úr Reykjavík leiðbeindi.