Sundkennsla elstu barnanna

Sundkennsla elstu barnanna

Nú er sundkennslu elstu barnanna okkar lokið þetta haustið. Þau byrja svo aftur í sundi eftir páskana í vor en það verður auglýst þegar nær dregur. Börnin stóðu sig að sjálfsögðu með prýði og voru öll svakalega dugleg. Á fimmtudaginn hefjast svo innahúss íþróttirnar hjá okkur. Þá fara elstu börnin okkar (þau sem fædd eru 2008) á fimmtudögum og yngri hópurinn (þau sem fædd eru 2009) fer á mánudögum. Endilega hafið börnin klædd eftir því þá daga. Þið getið séð fleiri myndir frá sundkennslunni á myndasíðunni.