Sunddagurinn mikli haldinn hátíðlegur 22. september

Sunddagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur  í Sundlaug Dalvíkur laugardaginn 22. september næstkomandi en hann er haldinn hátíðlegur víða um land. 

Frítt verður í sund á opnunartíma frá kl. 10:00 - 18:00 og verður hægt að fá leiðbeiningar og ábendingar varðandi sund á milli kl. 11:30-12:30.

Sundfélagið Rán mun veita viðurkenningar fyrir 200 m sund og lengri vegalengdir. Upplýsingar um starfsemi félagsins verða veittar á staðnum. Tekið verður á móti skráningum nýrra félaga.

Dalvíkurbyggð og Sparisjóður Svarfdæla styrkja Sunddaginn mikla.