Sumarstarfsmaður í Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar

Dalvíkurbyggð, fjármála- og stjórsýslusvið, auglýsir eftir sumarstarfsmanni í Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar en hún er staðsett í Bergi menningarhúsi í samstarfi við Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Gert er ráð fyrir um 70% starfshlutfalli. Ráðningatímabil er áætlað frá 1. júní – 30. september. Vinnutími er áætlaður frá kl. 13:00-18:00 alla virka daga og laugardaga frá kl. 13:00-17:00.


Umsóknarfrestur er til 16. mars 2015.


Hæfniskröfur:
• Mikilvægt er að tala góða íslensku og ensku. Fleiri tungumál eru kostur.
• Góð tölvuþekking og hæfni í að nýta sér upplýsingatækni
• Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Þekking á ferðaþjónustu og góð staðbundin þekking æskileg
• Reynsla af sambærilegum störfum kostur
• Áhugi á að taka þátt í uppbyggingu upplýsingamiðstöðvar.

Helstu verkefni:
• Upplýsingagjöf til ferðamanna
• Samskipti og samvinna við ferðaþjónustuaðila
• Upplýsingaöflun t.d. bæklingar
• Skráning gesta


Umsóknareyðublöð er að finna á Mín Dalvíkurbyggð.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi í síma 460 4908 og á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is