Sumaropnun Friðlands fuglanna lokið

Sumaropnun Friðlands fuglanna lokið

Í dag er síðasti dagur sumaropnunar á sýningunni Friðland Fuglanna. Í vetur verður opið fyrir hópa og þarf þá að panta tíma í síma 4661551. Skólahópar eru sérstaklega boðnir velkomnir en þessa dagana er verið að vinna kynningarefni fyrirt skóla og almennan markað. Aðsókn i sumar hefur verið þokkaleg en þó dregist verulega saman síðustu daga ágústmánaðar. Yfir eitt hundrað eggjabikarar hafa safnast í eggjabikarasöfnuninni. Þar af bárust á einu bretti 35 eggjabikarar frá Önnu Margréti Árnadóttur sem er bútasaumskona og hefur í fjögur ár safnað eggjabikurum í textílverk um hænur og egg  sem hún vinnur að um þessar mundir. Hún segist eiga á fimmta hundarð bikara og er þvi aflögufær.

 
Eggjabikarar Önnu Margrétar