Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2006-2009

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2006-2009

Sumarnámskeið fyrir börn í Dalvíkurbyggð fædd 2006-2009 verður haldið vikurnar 22.-26. júní og 29. júní-3. júlí.

Námskeiðin verða á eftirtöldum tímum:
Árgangur 2006-2007 frá 10-12
Árgangur 2008-2009 frá 13-15

Þátttökugjald er kr. 5.000 fyrir fyrri vikuna (10.000 fyrir báðar vikurnar)
Umsjón með námskeiðinu hafa Gísli Rúnar, Heiðar Andri, Sigríður Björk og Svanbjörg Anna.

22.-26. Júní
22. júní – Kynning á leikjanámskeiði og leikir
23. júní – sund (fatasund)
24. júní Ratleikur um svæðið (láta eitt verkefni vera að finna eitthvað á byggðasafninu).
25. júní Heimsókn á bókasafnið, upplestur, spil – chill – hressing á pallinum – leikir.
26. júní Íþróttadagurinn mikli - hægt að prófa fjölbreyttar íþróttir.

29. júní – 3. Júlí
29. júní Fjör við Víkurröst - Klifurveggur, ærslabelgur, rampur - pógó
30. júní Húsabakki – gengið um friðlandið yfir í Hánefsstaðareit.
1. júlí Sundfjör
2. júlí Fjallganga – bakaðar pönnukökur í fjallinu
3. júlí Grillveisla og slútt

Athugið að gott er að taka með sér nesti.

Skráning fer fram í gegnum ÆskuRækt
Mæting við Víkurröst alla dagana (nema þegar það er sund, þá beint upp í sundlaug)

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
gislirunar@dalvikurbyggd.is
863-4369