Styrktarsamningur undirritaður milli Dalvíkurbyggðar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar

Styrktarsamningur undirritaður milli Dalvíkurbyggðar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar

Þann 23. júní undirrituðu Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, og Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar, styrktarsamning milli Dalvíkurbyggðar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar.
Undirritunin fór fram í Hánefsstaðareit og stilltu þær stöllur sér upp við minnisvarðann um upphafsmann reitsins, Eirík Hjartarson.

Með samningnum er vonast til að bæta aðgengi og umhirðu í Hánefsstaðareit og styðja þannig við lýðheilsu og hreyfingu.

Hér eru meiri upplýsingar um reitinn fyrir áhugasama.